[Þessa færslu setti ég fyrst á Facebook en ákvað að birta þetta hér á blogginu líka. Þannig aukast líkurnar á að færslan birtist í leitarniðurstöðum hjá þeim sem eru að leita sér upplýsinga.]
Jæja, það er nokkuð langur undirbúningur að þessari færslu. Ég gæti skrifað langt mál um efnið en ætla að gera mitt besta til að vera stuttorður.
Málefnið er skjánotkun barna og unglinga.
1. Rannsóknir hafa sýnt fylgni á milli aukinnar streitu og einmanaleika og tækninotkunar. Eins hafa kannanir sýnt jákvæða fylgni á milli þess að takmarka símanotkun og þess að börn standi sig betur í námi.
2. Snjallt fólk hefur áttað sig á því að skynsamleg takmörkun á skjánotkun er nauðsyn fyrir börnin okkar.
3. Tölvufíkn hefur verið þekkt vandamál lengi.
4. Örvun heilans við skjánotkun getur verið svo mikil að heilinn fer að missa getuna til að örvast án skjánotkunar. Niðurstaðan er að daglegt líf án skjásins er dapurlegt og gleðisnautt. Það var grein um þetta nýlega á mbl.is sem ég finn ekki núna.
Við Kolbrún Berglind Grétarsdóttir höfum farið þá leið frá byrjun að skammta skjátíma. Núna í haust þegar strákarnir okkar fengu snjallsíma í fyrsta skiptið settum við hugbúnað inn á símann sem gerir okkur kleift að skammta þeim tíma og einnig geta loka/opnað á hvaða forrit eru notað (ofl.)
Eftir að hafa skoðað þetta vel og prófað erum við núna að nota Qustodio (https://www.qustodio.com/en/family/premium/) fyrir PC tölvu en Family Link frá Google fyrir Android tæki. Fyrir um 6þ. á ári getur þú stjórnað 5 tækjum.
Við höfum notað viðmið frá Árborg (https://photos.app.goo.gl/GfHm2LQiwbBdDEap6).
Vil með þessu hvetja alla foreldra til að setja mörk á skjánotkun. Það er eitt af því mikilvægasta sem börn árið 2018 þurfa á að halda. Og svo auðvitað hafa samveru með foreldrum og annað uppbyggilegt við tímann að gera (ferð á bókasafnið) í stað skjásins.