Skjánotkun

[Þessa færslu setti ég fyrst á Facebook en ákvað að birta þetta hér á blogginu líka. Þannig aukast líkurnar á að færslan birtist í leitarniðurstöðum hjá þeim sem eru að leita sér upplýsinga.]

Jæja, það er nokkuð langur undirbúningur að þessari færslu. Ég gæti skrifað langt mál um efnið en ætla að gera mitt besta til að vera stuttorður.

Málefnið er skjánotkun barna og unglinga.

1. Rann­sókn­ir hafa sýnt fylgni á milli auk­inn­ar streitu og ein­mana­leika og tækn­inotk­un­ar. Eins hafa kann­an­ir sýnt já­kvæða fylgni á milli þess að tak­marka síma­notk­un og þess að börn standi sig bet­ur í námi.

2. Snjallt fólk hefur áttað sig á því að skynsamleg takmörkun á skjánotkun er nauðsyn fyrir börnin okkar.

3. Tölvufíkn hefur verið þekkt vandamál lengi.

4. Örvun heilans við skjánotkun getur verið svo mikil að heilinn fer að missa getuna til að örvast án skjánotkunar. Niðurstaðan er að daglegt líf án skjásins er dapurlegt og gleðisnautt. Það var grein um þetta nýlega á mbl.is sem ég finn ekki núna.

Við Kolbrún Berglind Grétarsdóttir höfum farið þá leið frá byrjun að skammta skjátíma. Núna í haust þegar strákarnir okkar fengu snjallsíma í fyrsta skiptið settum við hugbúnað inn á símann sem gerir okkur kleift að skammta þeim tíma og einnig geta loka/opnað á hvaða forrit eru notað (ofl.)
Eftir að hafa skoðað þetta vel og prófað erum við núna að nota Qustodio (https://www.qustodio.com/en/family/premium/) fyrir PC tölvu en Family Link frá Google fyrir Android tæki.  Fyrir um 6þ. á ári getur þú stjórnað 5 tækjum.

Við höfum notað viðmið frá Árborg (https://photos.app.goo.gl/GfHm2LQiwbBdDEap6).

Vil með þessu hvetja alla foreldra til að setja mörk á skjánotkun. Það er eitt af því mikilvægasta sem börn árið 2018 þurfa á að halda. Og svo auðvitað hafa samveru með foreldrum og annað uppbyggilegt við tímann að gera (ferð á bókasafnið) í stað skjásins.

Birt í daglegt líf | Færðu inn athugasemd

Hversdagssúpa

Innihald

 • 2-4 laukar
 • 1/4 hvítkálshöfuð
 • ca.4 gulrætur
 • Hvítlaukur (meira frekar en minna)
 • Paprika
 • Grænkál, blómkál
 • Frosið maískorn
 • Hvaða grænmeti annað sem vera skal…
 • 1-2 bollar Baunir (t.d. linsubaunir, nýrnabaunir eða kjúklingabaunir – mundu að leggja baunir í vatn 2-12 klst á undan)
 • 1/2 bolli af hýðisgrjónum
 • Einnig má bæta útí núðlum eða pastaskrúfum

Lýsing

 1. Taktu til súpupottinn þinn. Saxaðu laukinn í litla bita og mýktu hann í ca.4 matskeiðum af kókosolíu. Láttu hvítlauk með ef þú vilt. Forðastu að láta laukinn brúnast mikið.
 2. Saxaðu annað grænmeti smátt og bættu við. Hrærðu vel í. Það má gjarnan krydda með slatta af svörtum pipar.
 3. Bættu baunum útí.
 4. Sjóddu vatn í hraðsuðukatli og bættu útí svo það fljóti vel yfir grænmetið.
 5. Ef þú notar núðlur, brjóttu eða klipptu þær smátt.
 6. Settu 2 súputeninga út í að eigin vali.
 7. Láttu súpuna malla á vægum hita í 1-2 klst. Bættu soðnu vatni útí eftir smekk. Það má einnig bæta 1-2 dósum af kókosmjólk við í stað þess að þynna með vatni.
 8. Smakkaðu súpuna til. Bættu við salti/svörtum pipar eftir þörfum.

Góð ráð

 • Kælið súpuna strax eftir að búið er að borða. Þá endist afgangurinn lengur.
 • Tilvalið að eiga saxað frosið grænmeti í frysti til að nota í svona súpu.
 • Hægt að bæta kjöti við eftir smekk. T.d. beikon, kjúkling eða annað kjöt.
 • Flestum finnst svona súpur lystugri ef allt er frekað frekar smátt (gott að miða við 5mm).
 • Oft nota ég Tamari sósu í staðinn fyrir salt.

 

 

 

 

Birt í matur | Færðu inn athugasemd

Rúm fyrir orð Jesú


Sunnudaginn 25.feb predikaði ég í Hvítasunnukirkjunni Keflavík. Ræddi m.a. Líf hópa.

Hlaða niður hljóðskrá – fínt að nota þennan hlekk ef spilarinn hér fyrir ofan virkar ekki í þínum vafra

Birt í upptökur | Merkt | Færðu inn athugasemd

Heimagerð pizzasósa

1/​2 dós hakkaðir tóm­at­ar
3 msk tóm­at­púrra
1/​2 tsk hun­ang
1 msk pizzakrydd
Salt á hnífsoddi

Birt í matur | Færðu inn athugasemd

Hvað gerir okkur jöfn í Jesú?


Sumarmót Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi var sett fimmtudagskvöldið 22.júní á Höfn í Hornafirði. Hér er upptaka frá því þegar Rhiannon Mary Helgason flutti biblíulestur með yfirskriftina: Hvað gerir okkur jöfn í Jesú? – Laugardaginn 24.júní kl.10.

Hlaða niður hljóðskrá – fínt að nota þennan hlekk ef spilarinn hér fyrir ofan virkar ekki í þínum vafra

Birt í upptökur | Merkt | Færðu inn athugasemd